Súðavíkurhlíð verður lokað kl. 17

Vegfarendur ættu að huga vel að færð hjá Vegagerðinni áður en lagt er í hann.

Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur verður lokað kl. 17 í dag. Búið er lýsa yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu veginum um Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð. Veginum var lokað á laugardag og gilti sú lokun til mánudagsmorguns. Þegar snjóruðninsmenn ruddu veginn höfðu 30 snjóflóð fallið veginn.

Hvorki Steingrímsfjarðarheiði né Þröskuldar voru mokaðir í dag og einnig hefur verið ófært á fjallvegum á sunnaverðum Vestfjörðum.

DEILA