Sólon Breki farinn frá Vestra

Bjarni Jóhannsson þjálfari Vestra og Sólon Breki handsöluðu samning um miðjan október.

Knattspyrnudeild Vestra og Leiknir hafa komist að samkomulagi um að Sólon Breki Leifsson spili með Leikni R. í 1. deildinni í sumar. Sólon Breki hefur nú þegar skrifað undir hjá Leikni og kemur til með að vera leikmaður þeirra þegar félagsskiptin ganga í gegn.

Sólon Breki gekk til liðs við Vestra í haust og skrifaði undir tveggja ára samning. Hann er öflugur sóknarmaður sem Vestri hafði bundið mikla von við í sumar. Í frétt á vef Vestra segir að hann skilji eftir skarð í röðum Vestra og leit að nýjum sóknarmanni er hafin.

DEILA