Sólon Breki farinn frá Vestra

Knattspyrnudeild Vestra og Leiknir hafa komist að samkomulagi um að Sólon Breki Leifsson spili með Leikni R. í 1. deildinni í sumar. Sólon Breki hefur nú þegar skrifað undir hjá Leikni og kemur til með að vera leikmaður þeirra þegar félagsskiptin ganga í gegn.

Sólon Breki gekk til liðs við Vestra í haust og skrifaði undir tveggja ára samning. Hann er öflugur sóknarmaður sem Vestri hafði bundið mikla von við í sumar. Í frétt á vef Vestra segir að hann skilji eftir skarð í röðum Vestra og leit að nýjum sóknarmanni er hafin.