Slógu vikumetið

Tveir borar að störfum í Dýrafjarðargöngum.

Það var vel við hæfi að gangamenn í Arnarfirði slógu vikumet í síðustu viku – í vikunni sem lengd Dýrafjarðarganga náði fjórðungi af heildarlengd ganganna. Í síðustu viku voru grafnir rúmir 79 metrar og heildarlengd ganganna 1.332 metrar. Og þetta náðist þrátt fyrir bilanir og stopp í gangavinnu. Framundan hjá starfsmönnum Metrostav og Suðuverks er þriðja útskotið af tíu og verður framvinda þessarar viku líklega styttri en undanfarnar vikur sem hefur verið með ágætum.

DEILA