Sjálfstæðisflokkurinn býður fram með óháðum

Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi var ákveðið að Sjálfstæðisflokkurinn bjóði fram með óháðum fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Í tilkynningu fulltrúaráðsins segir íbúar í sveitarfélaginu hafi sýnt áhuga á að bjóða sig fram í kosningunum án þess að gera það undir merkjum hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að verða við þeirri áskorun,“ segir í tilkynningu.

Notast verður við uppstillingu í vali á frambjóðendum þar sem óháðum verður boðið með í þá vinnu frá upphafi. Stefnt er að stefnumótunarfundi fyrir framboðið fljótlega.

DEILA