Rekstur Ísafjarðarbæjar undir áætlun

Rekstur Ísafjarðarbæjar á síðasta ári er rétt undir núllinu eftir því sem kemur fram í uppgjöri Ísafjarðarbæjar fyrir fjórða ársfjórðung 2017 sem var sent Hagstofu Íslands fyrir helgi.

Hallarekstur síðasta árs var 448 þúsund kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 35 milljóna kr. afgangi.

Mest munar um auknar lífeyrisskuldbindingar, en samkvæmt fjárhagsáætlun áttu þær að nema 157 milljónum kr. en í fyrstu drögum að ársreikningi eru eru þær 301 milljón kr.

Útsvarstekjur eru 70 milljónum kr. minni en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga jukust um 90 milljónir kr.

DEILA