Óbreyttur rekstur tryggður út árið

Starfsmenn Náttúrustofunnar við rannsóknir á Látrabjargi.

Ekkert varð af fyrirhuguðum niðurskurði á framlagi ríkisins til Náttúrustofu Vestfjarða. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem var lagt fram í haust átti að skera framlög ríkisins niður um þriðjung, úr 30 milljónum kr. í 20 milljónir kr. Þegar fjárlögin voru svo afgreidd var búið að afturkalla boðaðan niðurskurð. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að hætta að greiða Náttúrustofunni sérstakt framlag upp á 10 milljónir kr. sem stofan hefur fengið árlega um langt skeið.

„Stjórn Náttúrustofunnar þakkar öllum að málinu komu og unnu að því að fá viðbótarframlagið aftur inn á fjárlög ríkisins. Þannig tókst að tryggja áframhaldandi rekstur Náttúrstofunnar á árinu 2018 eins og verið hefur undanfarin ár,“ segir í fundargerð stjórnar Náttúrustofunnar.

DEILA