Naumt tap hjá ungu liði Vestra

Vestri tapaði naumlega gegn sterku liði Hamars í íþróttahúsinu á Torfnesu á föstudag, 97-99. Í lið Vestra vantaði þrjá sterka leikmenn en yngri leikmenn voru tilbúnir að taka við keflinu og stóðu sig með mikilli prýði og gáfu góð fyrirheit um framtíðina í körfunni hér vestra.

Meðalaldur leikmannahóps liðsins var rétt tæp 20 ár og meðalaldur þeirra sem spiluðu rétt rúm 20 ár.

Vestri hefur tryggt sæti sitt í úrslitakeppni 1. deildarinnar.

DEILA