Nauðsynlegt að auka vetrarþjónustuna á ný

Þjónustutími vetrarþjónustu á leiðinni Patreksfjörður – Dalsmynni (við vegamót Hringvegar og Vestfjarðavegar) var lengdur til kl. 20 þegar Breiðafjarðarferjan Baldur bilaði í lok nóvember. Baldur komst aftur í rekstur í lok janúar og þá var vetrarþjónustan stytt í upprunalegt horf, eða til kl. 17:30.

Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar bendir á nauðsyn þess að auka aftur við þjónustuna á vegunum þar sem ferjan Baldur er ekki að rúma allan þann fjölda flutningabíla sem þarf að komast til og frá svæðinu á degi hverjum. Nefndin segir nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vegina til að lágmarki til kl. 20 svo öruggt sé að vörur og afurðir komist til og frá svæðinu. Nefndin bendir á til samanburðar að þjónustan á Djúpvegi til Hólmavíkur er til kl. 19:00 og til 19:30 frá Hólmavík að Hringvegi.

DEILA