Mesta aukningin í fiskeldi

Heild­ar­at­vinnu­tekj­ur á Vest­fjörðum hækkuðu um tæp 5 prósent á tíma­bilinu 2008 til 2016. Eft­ir lækk­un í fram­haldi af hrun­inu 2008 hækkuðu at­vinnu­tekj­ur um 7 prósent bæði árin 2015 og 2016. Á landsvísu hækkuðu atvinnutekjur um 9,7 prósent. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu sem Byggðar­stofn­un gaf út í dag.

Á Vestfjörðum voru mestar at­vinnu­tekj­ur voru greiddar í fisk­veiðum en nokkuð þar eft­ir koma fisk­vinnsla, op­in­ber stjórn­sýsla, fræðslu­starf­semi og heil­brigðis- og fé­lagsþjón­usta.

Mesta aukn­ing­in í at­vinnu­tekj­um á Vest­fjörðum varð í fisk­eldi en nokkuð langt þar á eft­ir komu fræðslu­starf­semi, heil­brigðis- og fé­lagsþjón­usta og gist­ing- og veit­ing­ar. Veru­leg­ur sam­drátt­ur varð hins veg­ar í mann­virkja­gerð og op­in­berri stjórn­sýslu auk fjár­mála- og vá­trygg­inga­starf­semi. Meðal­at­vinnu­tekj­ur í Ísa­fjarðarbæ eru á pari við landsmeðaltal en aðrir hlut­ar Vest­fjarða rétt und­ir því.

Hæst­ar meðal­at­vinnu­tekj­ur voru á Aust­ur­landi þegar litið er til ein­stakra lands­hluta árið 2016, en þar á eft­ir kom höfuðborg­ar­svæðið og Vestfirðir eru í þriðja sæti. Lægst­ar voru meðal­tekj­urn­ar á Suður­nesj­um og Norður­landi vestra.

SaveSave

DEILA