Lýst yfir hættustigi og Súðavíkurhlíðinni lokað

Vegna veðurs og slæmrar veðurspár í dag hefur verið ákveðið að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Hættustigi hefur verið lýst yfir á veginum og nú þegar búið að loka honum fyrir umferð.

Allir fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir eða ófærir, utan Gemlufallsheiðar en þar er þæfingur.

Veðurstofan spáir að vindur gangi nokkuð niður síðdegis. Í nótt og á morgun verður sunnan 8-15 m/s og él og vægt frost.

DEILA