Hlíðin opnuð

Skammvinn lokun á veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkurhlíð er yfirstaðin. Hættustigi vegna snjóflóðahættu var lýst yfir kl. 11 í morgun í veginum lokað í kjölfarið. Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum segir veðrið hafi gengið niður og ofanflóðahætta sem skapaðist á hlíðinni er talin liðin hjá og því er vegurinn opinn fyrir umferð.