Heimilar skipulag fyrir knattspyrnuhús

Skipulagsstofnun hefur samþykkt breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, nánar tiltekið breytingu á skipulagi á Torfnesi. Með breyttu skipulagi er heimilt innan ramma skipulagsins að byggja knattspyrnuhús á Torfnesi eins og nú er stefnt að. Deildar meiningar hafa verið um hvar á Torfnesi knattspyrnuhúsið á að rísa, hvort það eigi að rísa við íþróttahúsið eða á gervigrasvellinum. Bygging knattspyrnuhúss á gervigrasvellinum virðist hafa orðið ofan á, enda flóknara og dýrara að byggja það við hliðina á íþróttahúsinu. Þar ræður mestu færsla aðalvallarins til suðurs, breytinga á áhorfendastúku og meiri kostnaður við jarðvegsskipti.

DEILA