Handrit um afleiðingar kvótakerfisins verðlaunað

Handrit af þáttaröð Vesturports, Verbúð eða Black Port, sem fjallar um afleiðingar kvótakerfisins fyrir lítið þorp á Vestfjörðum, var í gær valið það áhugaverðasta á CoPro Series samframleiðslumarkaðnum á Berlínale kvikmyndahátíðinni í Þýskalandi.

Þættirnir verða átta talsins og gerast á árunum 1983-1991, þegar kvótakerfið á Íslandi verður til. Sögð er saga hjónanna Hörpu og Gríms og vina þeirra sem byggja upp sjávarútvegsfyrirtæki sem verður burðarstólpi lítils sjávarpláss á Vestfjörðum. Auður og völd spilla hjónunum ásamt afbrýðissemi og græðgi. Leikstjórar verða Björn Hlynur Haraldsson og Gísli Örn Garðarsson, en handritið skrifar Mikael Torfason.

RÚV er meðframleiðandi þáttanna og hefur tekið þátt í að þróa og fjármagna verkefnið með Vesturporti.

DEILA