Gömlu skjaldarmerkin fái nýtt líf

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að stefna að uppsetningu skilta við innakstur í þorp Ísafjarðarbæjar þar sem fram komi hið gamla skjaldamerki viðkomandi þorps, nafn þorpsins og nafn sveitarfélagins Ísafjarðarbæjar. Kallað verði eftir umsögn hverfisráða um tillöguna og hugmyndum þeirra um framsetningu.

Tillaga þessa efnis kom frá bæjarfulltrúum Í-listans og var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn.

DEILA