Fullveldisárið í Vísindaporti

Fólk safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki.

Á morgun verður Vísindaport Háskólveturs Vestfjarða í höndum tveggja sagnfræðinga. Gestir Vísindaportsins verða þær Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir. Þær ætla að fjalla um árið 1918, sem var á margan hátt merkisár í sögu íslensku þjóðarinnar. Í erindinu verður sagt frá ýmsum atburðum sem gerðust á árinu, innanlands og erlendis.

Guðfinna Hreiðarsdóttir starfar sem skjalavörður á skjala- og ljósmyndasafni Ísafjarðar. Jóna Símonía Bjarnadóttir er forstöðumaður Safnahússins á Ísafirði.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólasetursins og hefst að vanda kl. 12:10 á morgun föstudag.

DEILA