Fólk tryggi greiða leið að ruslatunnum

Gámaþjónusta Vestfjarða biður íbúa  að moka frá rusla­tunn­um sín­um þar sem sorphirða er mjög þung þessa dag­ana. Vanda­samt get­ur verið að kom­ast að tunn­un­um í tíðarfari sem þessu, en stund­um eru tunnur inni í görðum.

Eru íbúar því beðnir um að kanna aðstæður og fylgj­ast með los­un sam­kvæmt sorphirðudagatali sem er á heimasíður Gámaþjónustunnar. Tveggja daga seinkun er á sorphirðu vegna veðurs og ófærðar.

DEILA