Fjallvegum á Vestfjörðum lokað

Vegagerðin hefur lokað fjallvegum á Vestfjörðum eftir því sem lægðin færist norður eftir vestanverðu landinu. Búið er að loka Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og ófært er um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán á sunnanverðum Vestfjörðum. Búast má við að veðrið nái hámarki á Vestfjörðum um hádegi í dag.

Fyrr í dag hóf Vegagerðin að loka vegum á suðvesturhorninu og hefur lokað öllum leiðum til og frá Reykjavík.

DEILA