Fiskeldið tekur stökk

Fram­leiðsla í fisk­eldi jókst um 38% á nýliðnu ári, miðað við árið á und­an, og nam 20.776 tonn­um. Tæpur helmingur framleiðslunnar kemur frá Arnarlaxi hf. á Bíldudal. Mest juk­ust afurðir úr sjókvía­eldi á laxi en hlut­falls­lega mest jókst regn­bogasil­ung­ur úr sjókví­um. 86% af öll­um laxi sem fram­leidd­ur var hér á landi á síðasta ári kom upp úr kví­un­um hjá einu fyr­ir­tæki. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðisins. Á síðasta ári foru fram­leidd 11.265 tonn af laxi, þriðjungi meira en árið áður. Meg­in­hluti fram­leiðslunn­ar er úr sjókvía­eldi, þar af nærri 10 þúsund tonn frá Arn­ar­laxi á Bíldudal.

Fjög­ur fyr­ir­tæki fram­leiddu lax, tvö í sjó og tvö á landi. Íslands­bleikja fram­leiddi nærri 1.200 tonn í land­eld­is­stöð.

Á þessu ári verður aukning í framleiðslunni þegar fyrirtækin á Austfjörðum, Laxar hf. og Fiskeldi Austfjarða, hefja slátrun. Einnig mun framleiðslan aukast á Vestfjörðum og samkvæmt upplýsingum frá Arnarlaxi verður framleiðsla fyrirtækisins í ár um 12 þúsund tonn.

DEILA