Eykur gagnsæi og þátttöku almennings

Frá opnun samráðsgáttarinnar.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, og Sig­ríður Á. And­er­sen, dóms­málaráðherra, opnuðu í gær nýja sam­ráðsgátt stjórn­valda á vef­slóðinni samrads­gatt.is­land.is. Mark­mið sam­ráðsgátt­ar­inn­ar er að auka gagn­sæi og mögu­leika al­menn­ings og hags­munaaðila á þátt­töku í stefnu­mót­un, reglu­setn­ingu og ákv­arðana­töku op­in­berra aðila.

Þar er á ein­um stað hægt að finna mál ráðuneyta sem birt hafa verið til sam­ráðs við al­menn­ing, svo sem drög að laga­frum­vörp­um.
Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins kem­ur fram að öll­um sé frjálst að senda inn um­sögn eða ábend­ingu og jafn­framt er mögu­legt að ger­ast áskrif­andi að sjálf­virkri vökt­un upp­lýs­inga, hvort held­ur er eft­ir mál­efna­sviði, stofn­un eða til­teknu máli. Að sam­ráðstíma­bili loknu er gerð grein fyr­ir úr­vinnslu at­huga­semda og niður­stöðu máls. Lögð er áhersla á skýra fram­setn­ingu og auðvelda notk­un.

Sam­ráðsg­átt­in er ætluð bæði al­menn­ingi og hags­munaaðilum, svo sem í at­vinnu­lífi, fé­laga­sam­tök­um og fræðasam­fé­lagi. Fyrst um sinn munu ein­ung­is ráðuneyti setja inn mál til sam­ráðs en lík­legt er að rík­is­stofn­an­ir og e.t.v. fleiri aðilar muni bæt­ast við síðar.

DEILA