Ernir fjölgar ferðum

Frá og með 1. mars mun Flugfélagið Ernir auka þjónustu við sunnanverða Vestfirði og bæta við ferð til Bíldudals á fimmtudögum og verður flogið tvisvar á dag þá daga. Ernir er með áætlunarflug til Bíldudals alla daga vikunnar nema laugardaga. Flugfélagið flýgur til tveggja áætlunarflugvalla á Vestfjörðum, Bíldudals og Gjögurs.

Nýverið greindi Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, frá því að félagið hafi fest kaup á 32 sæta skrúfuþotu sem verður notuð bæði í leiguflug og áætlunarflug.

 

DEILA