Atvinnuleysið fjögur prósent

Sam­kvæmt vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stofu Íslands voru að jafnaði 203.500 manns á aldr­in­um 16–74 ára á vinnu­markaði í janú­ar 2018, sem jafn­gild­ir 81,7 prósent at­vinnuþátt­töku. Af þeim voru 195.500 starf­andi og 8.100 án vinnu og í at­vinnu­leit. Hlut­fall starf­andi af mann­fjölda var 78,5 prósent og hlut­fall at­vinnu­lausra af vinnu­afli var 4,0 prósent og eykst lítillega milli ára.

Sam­an­b­urður mæl­inga fyr­ir janú­ar 2017 og 2018 sýn­ir að vinnu­aflið hef­ur auk­ist um 12.300 manns og hlut­fall þess af mann­fjölda auk­ist um 1,3 pró­sentu­stig. Fjöldi starf­andi jókst um 11.800 og hlut­fall þeirra af mann­fjölda hækkaði um 1,2 pró­sentu­stig. At­vinnu­laus­ir eru um 600 fleiri en á sama tíma árið 2017 og hlut­fall þeirra jókst um 0,1 pró­sentu­stig. Alls voru 45.600 utan vinnu­markaðar og fækkaði þeim um 900 manns frá því í janú­ar 2017 en þá voru þeir 46.500.

DEILA