30 daga fangelsi og ævilöng svipting ökuréttinda

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi og til ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var að keyra á Steingrímsfjarðarheiði og var ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega sem endaði með því að bifreiðin hafnaði utanvegar. Í blóðsýni úr manninum fundust bæði kannabis og amfetamín. Þetta er annar dómur mannsins fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

DEILA