30 daga fangelsi fyrir að aka ítrekað án bílprófs        

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á Tálknafirði til 30 daga refsivistar fyrir að aka án bílprófs. Þetta var í annað sinn sem maðurinn er sakfelldur fyrir að aka án ökuréttinda, en hann missti prófið í tólf mánuði í apríl 2017 er hann var tekinn ölvaður undir stýri.

Ákærði mætti ekki til dóms og var dæmt í málinu að honum fjarstöddum.

Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari Vestfjarða kvað upp dóminn.

DEILA