160 tonn drápust í Tálknafirði

Alls drápust 53.110 laxar í sjókví Arnarlax í Tálknafirði í síðustu viku. Fiskurinn var um 3 kíló að þyngd og því drápust um 160 tonn af fiski. Einn flothringur kvíarinnar skemmdist og þurfti að tæma kvínna. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir í samtali við bb.is að fiskurinn sé viðkvæmur á þessum árstíma þegar sjór er kaldur og hann hafi ekki allur þolað að vera dælt í aðra sjókví. Hann segir að ákvörðunin um að tæma kvínna hafi verið tekin með þeirri vitneskju að talsverð afföll yrðu í kvínni en til að koma í veg fyrir frekari og alvarlegri skaða var kvíin tæmd. Í kvínni voru um 500 tonn af fiski.

Víkingur segir að fiskurinn sem drapst fari allur í vinnslu á refafóðri.

DEILA