Vöru­skipta­hall­inn tæp­ir 152 millj­arðar

Útskipun á Bíldudal.

Hall­inn á vöru­skipt­um Íslands við út­lönd nam 151,9 millj­örðum króna á fyrstu ell­efu mánuðum síðasta árs. Það þýðir að hall­inn er tæp­um 52 millj­örðum meiri en á sama tíma árið 2016.
Í nóv­em­ber voru flutt­ar út vör­ur fyr­ir 47,5 millj­arða króna og inn fyr­ir 56,2 millj­arða.. Vöru­viðskipt­in í nóv­em­ber, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhag­stæð um 8,7 millj­arða króna. Í nóv­em­ber 2016 voru vöru­viðskipt­in óhag­stæð um 11,6 millj­arða á gengi hvors árs.

Í janú­ar til nóv­em­ber 2017 voru flutt­ar út vör­ur fyr­ir 474,6 millj­arða króna en inn fyr­ir 626,4 millj­arða. Því var halli á vöru­viðskipt­um við út­lönd sem nam tæp­um 151,9 millj­örðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöru­viðskipt­in óhag­stæð um 100,2 millj­arða á gengi hvors árs. Vöru­viðskipta­hall­inn í janú­ar til nóv­em­ber 2017 var því 51,7 millj­örðum króna hærri en á sama tíma árið áður, sam­kvæmt frétt Hag­stofu Íslands.

DEILA