Vonskuveður á leiðinni

Hríðarbakki með hvöss­um norðvest­an vindi og jafn­vel stormi allt að 18-22 m/ s stefn­ir á Vest­f­irði. Veðrið verður hvað verst nærri há­degi með skafrenn­ingi, snjó­komu og litlu skyggni. Lægir eitthvað síðdegis. Á morgun er spáð allhvassri norðaustanátt á Vestfjörðum og snjókomu.

Færð á vegum á Vestfjörðum:

Hálka eða snjóþekja og éljagangur mjög víða. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði, þæfingur og snjóþekja í Ísafjarðardjúpi.

DEILA