Velta eykst milli ára

Starf­semi tengd farþega­flutn­ing­um og ferðaskrif­stof­um var ekki virðis­auka­skatt­skyld fyrr en í árs­byrj­un 2016 og skekkir það samanburð milli ára.

Velta í virðis­auka­skatt­skyldri starf­semi, fyr­ir utan lyfja­fram­leiðslu, starf­semi ferðaskrif­stofa og farþega­flutn­inga á veg­um, var 716 millj­arðar króna í sept­em­ber og októ­ber 2017 sem er 8,1% hækk­un miðað við sama tíma­bil árið 2016. Þetta kem­ur fram í frétt Hag­stofu Íslands.

Velt­an jókst um 2,4% á tíma­bil­inu nóv­em­ber 2016 til októ­ber 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar á und­an. Starf­semi tengd farþega­flutn­ing­um og ferðaskrif­stof­um var ekki virðis­auka­skatt­skyld fyrr en í árs­byrj­un 2016 og er nauðsyn­legt að taka til­lit til þess þegar velta frá og með 2016 er bor­in sam­an við fyrri ár.

Hærra þrep virðis­auka­skatts, eða al­mennt þrep, er í dag 24%. Í þessu þrepi eru all­ar teg­und­ir vöru og þjón­ustu sem ekki eru flokkaðar í öðrum þrep­um.

Lægra þrep virðis­auka­skatts er í dag 11%. Í þessu þrepi eru m.a. bæk­ur, tíma­rit, hita­veita, raf­magn til hús­hit­un­ar, mat­vara, þjón­usta veit­inga­húsa, gistiþjón­usta, farþega­flutn­ing­ar inn­an­lands (aðrir en áætl­un­ar­flutn­ing­ar) og þjón­usta ferðaskrif­stofa. Áfengi er í lægra þrepi síðan 1. janú­ar 2016 en var áður í hærra þrepi.

DEILA