Veginum til Flateyrar lokað

Vegagerðin hefur lokað veginum til Flateyrar eftir að snjóflóð féll á veginn í dag. Veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun vegna snjóflóðahættu, en sú ákvörðun var tekin í gær í ljósi veðurspár sem hefur gengið eftir í dag með mikilli ofankomu og skafrenningi. Það á heldur að lægja þegar líður á á kvöldið en áfram er spáð ákveðinni norðanátt og ofankomu.

 

 

 

DEILA