Toppslagur á Torfnesi

Meistaraflokkur Vestra. Mynd: Ágúst Atlason.

Annaðkvöld verður toppslagur í 1. deild karla í körfubolta þegar Vesrtri og Skallagrímur etja kappi í íþróttahúsinu á Torfnesi. Borgnesingar sitja á toppi deildarinnar með 26 stig en Vestri er fast á hæla þeim með 22 stig.

Hinir rómuðu Vestra-hamborgarar verða í boði fyrir leik á litlar 1.000 kr. með drykk. Leikurinn hefst kl. 19:15 og stuðningsmenn Vestra eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja við strákana.

Leikurinn verður að sjálsögðu sýndur beint á Jakinn TV.

DEILA