Tillaga að svæðisskipulagi

Skipulagið nær yfir mikið landflæmi.

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hefur auglýst tillögu að svæðisskipulagi Dala, Reykhóla og Stranda.

Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg framtíðarsýn á þróun landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð. Tillagan er til sýnis á skrifstofum sveitarfélaganna og hjá Skipulagsstofnun. Gögnin eru einnig aðgengileg á vefjum sveitarfélaganna og á vefnum samtakamattur.is

Frestur til að gera athugasemdir við skipulagstillöguna er til 12. mars.

DEILA