Tilboði Ísars tekið

Viðlegustöpullinn mun styðja við skut stórra skipa sem leggjast upp að Mávagarði.

Ísar ehf. í Kópavogi bauð lægst í gerð viðlegustöpuls á Mávagarði í Ísafjarðarhöfn. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 47 milljónir króna, rúmum sjö milljónum króna yfir kostnarðaráætlun. Það var Vegagerðin sem bauð verkið út fyrir hönd Ísafjarðarhafnar. Tvö önnur tilboð bárust. Lárus Einarsson s/f bauð 57 milljónir króna og tilboð Hagtaks hf. hljóðaði upp á 72 milljónir kr.

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur veitt Vegagerðinni heimild til að ganga til samninga við Ísar.

DEILA