Tí­falda má raforkuör­yggið með jarðstrengj­um

Fram­kvæmda­stjóri og starf­andi formaður Land­vernd­ar af­hentu í dag Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fyrsta ein­tak skýrsl­unn­ar. Mynd: mbl.is/​Hanna

Meira en tí­falda má raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum með því að setja hluta Vest­ur­línu og fleiri lín­ur á sunn­an­verðum Vest­fjörðum í jörð. Hins veg­ar ger­ir virkj­un Hvalár ekk­ert til að bæta raf­orku­ör­yggið þar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Landverndar sem fékk ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is á sviði raf­orku­mála til þess að leita leiða til þess að styrkja raf­orku­flutn­ings­kerfið á Vest­fjörðum og bæta raf­orku­ör­yggi. Fram­kvæmda­stjóri og starf­andi formaður Land­vernd­ar af­hentu í dag Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fyrsta ein­tak skýrsl­unn­ar.

Lengi hefur verið rætt um þann vanda sem Vestfirðingar eiga við að etja þar sem er lakara raforkuöryggi en annarsstaðar á landinu. Stjórn Landverndar óskaði í október sl. eftir úttekt á möguleikum á að bæta úr ástandinu hjá kanadísku ráðgjafarfyrirtæki á sviði raforkuflutnings, METSCO Energy Solutions. Úttektin liggur nú fyrir og eru niðurstöður hennar að með því að leggja samtals fimm 66 og 132 kílóvolta línur í jörð má bæta raforkuöryggi Vestfirðinga meira en tífalt.

Vesturlína, sem svo er kölluð, samanstendur af Geiradalslínu 1, Mjólkárlínu 1 og Glerárskógarlínu 1 og liggur frá Hrútafirði til Mjólkárvirkjunar. Línan er rekin á 132 kílóvolta spennu. Um hana fer allur raforkuflutningur til Vestfjarða. Truflanir á línunni hafa verið þónokkrar á undanförnum árum. Minni línur liggja á firðina, það er 66 og 33 kílóvolta línur og iðulega hafa verið truflanir vegna þeirra líka. Tálknafjarðarlína og Breiðadalslína eru 66 kílovolta loftlínur og frá Breiðadal er 66 kílóvolta lína til Bolungarvíkur og Ísafjarðar og síðan 66 kílóvolta jarðstrengur milli Ísafjarðar og Bolungavíkur. Þrjár 33 kílóvolta loftlínur tengja síðan Mjólká við Breiðadal með tengingu til Hrafnseyrar og Þingeyrar. Sömuleiðis eru 33 kílovolta línur frá Geiradal til Hólmavíkur og frá Keldeyri til Bíldudals.

Í fréttatilkynningu Landverndar segir:

„Því hefur verið haldið fram í umræðu um 55 MW Hvalárvirkjun að hún muni bæta raforkuöryggi svæðisins. Á Ströndum liggur annað kerfi raforkudreifingar og er raforkuöryggi þar ekki talið vandamál. Ekki hefur verið vísað til þess í umræðu um virkjun Hvalár.

Skýrsla kanadíska ráðgjafarfyrirtækisins tekur af öll tvímæli um það að virkjun Hvalár og sú tenging hennar við flutningskerfi sem hefur verið í umræðunni, styrkir sem slík ekki raforkuöryggi Vestfirðinga. Auknu raforkuöryggi má hinsvegar koma á með því að leggja áðurnefndar loftlínur í jörð. Myndi raforkuöryggi Vestfirðinga aukast meira en tífalt eins og áður segir og fram kemur í skýrslunni að framkvæmdatími slíkra jarðstrengja sé almennt ekki meira en 1-2 ár og heildartími með leyfisveitingum 2-3 ár. Fjárfesting í jarðstrengjum skilar sér mun fyrr en þegar um loftlínur er að ræða, sem tekur oft 8-10 ár að leggja, með leyfisveitingaferli.“

Ljóst er kostnaður við lagningu strengja í jörðu á þessum skala hleypur á mörgum milljörðum króna og í skýrslunni er ekki lagt mat á hver muni bera þann kostnað.

DEILA