Telur að friðlýsing og þjóðgarður sé ekki úr myndinni

Sigurður Gísli Pálmason.

Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann bauðst til að greiða fyrir matið.

Sigurður Gísli telur ekki að friðun sér úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar. „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð,“ sagði Sigurður Gísli í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

DEILA