Snýst í norðaustan í dag

Veðurstofan spáir suðaustan 3-8 m/s á Vestfjörðum í dag. Skýjað en úrkomulítið. Snýst í norðaustanátt síðdegis og með éljum í kvöld. Hiti um frostmark. 990 mb lægð er nú stödd skammt austur af Hvarfi og er hún á leið austur. Skil frá henni ganga upp á sunnavert landið með strekkings vind og snjókomu, og mögulega slyddu síðdegis. Þegar að lægðin er komin austur fyrir land dýpkar hún talsvert, og snýst þá í norðaustan átt með éljum um landið norðanvert en það styttir upp á suður helmingi landsins.

Eftir miðja viku er útlit fyrir að skilu úr vestri frá annarri lægð. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þá gangi í hvassviðri eða storm með hlýindum og rigningu. Sú lægð mun stjórna veðrinu hér á landi fram á sunnudag.

DEILA