Snerpa gerist bakhjarl Harðar

Í gær var undirritaður samstarfssamningur handknattleiksdeildar Harðar og Snerpu í húsakynnum Snerpu á Ísafirði. Snerpa mun því verða eitt af þeim fyrirtækjum bæjarins sem styðja við bakið á handknattleiksdeild Harðar. Það voru þeir Jakob Einar Úlfarsson, sölu- og þjónustustjóri Snerpu, og Salmar Már Salmarsson hjá Herði sem undirrituðu samninginn.

DEILA