Rólegheitaveður í dag

Í dag verður rólegheitaveður, en kalt. Líklega dálítil él hér og þar, einkum þó við sjávarsíðuna. Á morgun blæs hann að norðan og bætir heldur í ofankomu á norðanverðu landinu, en léttir til syðra. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki er að sjá nein hlýindi á næstunni, enda varla við því að búast við upphaf þorra. Hins vegar hækkar sólin stöðugt á lofti og verður morgundagurinn heilum fimm mínútum lengri en dagurinn í dag.

Færð á vegum

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á vegum og þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði.

DEILA