Veðurstofan spáir norðaustanátt á Vestfjörðum í dag, 15-20 m/s og él. Hiti um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn og norðan 10-15 m/s seint í kvöld fer kólnandi.
Það er norðaustan hvassviðri í öllum landshlutum og í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun lægir um allt land og kólnar nokkuð skarpt, með stöku éljum norðaustantil, en styttir upp þegar líður að kvöldi.