Neytendur njóti hagræðingarinnar

Íslandspósti er gert að lækka gjald­skrár sín­ar til að mæta því hagræði sem fylgja mun áformaðri fækk­un dreif­ing­ar­daga í þétt­býli. Póst- og fjarskiptastofnun hefur fellt úrskurð þess efnis. Pósturinn tilkynnti í haust að frá og með 1. fe­brú­ar verði dreifing á bréfpósti til heimila í þéttbýli annan hvern dag.

Í úr­sk­urði Póst- og fjarskiptastofnunar er fallist á að Íslandspósti er heimilt að fækka dreifingardögum en einnig að fyrirtækið verðu að end­ur­skoða verði að endurskoða gjaldrskrá sína vegna fækk­un­ar dreif­ing­ar­daga fyr­ir 1. júní á þessu ári. Skýrt kem­ur fram í úr­sk­urðinum að Íslandspóstur eigi að skila hagræðinu af áætlaðri fækk­un dreif­ing­ar­daga til not­enda þjón­ust­unn­ar.

DEILA