Náði Ólympíulágmörkum á Ísafirði

Pita Taufatofua milli fjalla blárra.

Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti í 10 km göngu á alþjóðlegu Fismóti á Ísafirði um helgina og tryggði sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikunum, sem verða í Suður-Kóreu 9.-25. febrúar. Hann er fyrstur skíðamanna frá eyjunni Tonga í Kyrrahafinu til að fara á vetrarólympíleika, en á Tonga skín sólin allt árið og snjór einungir til á prenti og í sjónvarpi. Hann æfði á hjólaskíðum og steig fyrsta á gönguskíði fyrir örfáum misserum.

Fimm útlendingar voru skráðir til leiks á mótinu um helgina, flestir með það fyrir augum að ná Ólympíulágmörkum. Einn þeirra byrjaði ekki keppni, keppandi frá Síle var þegar verið búinn að tryggja sig inn á leikana í Suður-Kóreu, fulltrúi Trinidad og Tobago hafi ekki náð í farseðilinn, Mexíkói hafi verið á góðri leið í brautinni en verið dæmdur úr leik en það var Pita Taufatofua sem kom og stal senunni með því að tryggja sér þátttöku á vetrarólympíuleikunum.

Sjá umfjöllun Olympic Channel um afrek Pita á Ísafirði.

DEILA