Mikill munur á dagvistunargjöldum

127 þúsund krónum munar á árgjöldum fyrir skóladagvist og skólamat milli Garðabæjar, þar sem þau voru hæst, og Vestmannaeyja, þar sem þau voru lægst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. Mikill munur er á kostnaði við skóladagvistun og skólamáltíðir hjá sveitarfélögunum en hæst eru gjöldin fyrir skóladagvistun ásamt hádegismat og hressingu hjá Garðabæ eða 37.114 kr. en lægst hjá Vestmanneyjum eða 24.360 kr. Munurinn nemur 12.754 kr. á mánuði sem gera 127.540 kr. á ári miðað við 10 mánaða vistun og er þetta 52% verðmunur.

Í Ísafjarðarbæ kostar skóladagvistun með mat 31.981 kr.

Verðhækkanir sveitarfélaganna á kostnaði fyrir 1 barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat þetta árið eru á bilnu 1-4,6%. Mesta hækkunin á heildarkostnaði er í Kópavogi en þar er nemur hækkunin 4,6% en Reykjavík kemur í humátt á eftir með 4,5% hækkun og Akraneskaupsstaður með 4,3% hækkun. Minnsta hækkunin er á Ísafirði eða 1,2% og 1,3% í Mosfellsbæ en Vestmanneyjabær, Reykjanesbær og Hafnafjarðarkaupsstaður hækka gjöldin ekkert milli ára.

DEILA