Lyklaskipti í Funa

Formleg lyklaskipti fóru fram í gærmorgun þegar starfsmenn Kubbs ehf. afhentu starfsmönnum Gámaþjónustu Vestfjarða völdin yfir sorpmóttökustöðinni Funa á Ísafirði. Eins og fram hefur komið þá hefur á grundvelli útboðs verið samið við Gámaþjónustu Vestfjarða um sorphirðu og –förgun í Ísafjarðarbæ næstu árin. Í tilkynningu kemur fram að Ísafjarðarbær væntir farsæls samstarfs við Gámaþjónustuna og einnig er Kubbi er þakkað fyrir þjónustuna í gegnum árin.

 

 

DEILA