Leiðindaveður í kortunum

Í spá­kort­um Veður­stofu Íslands fyr­ir næstu viku sést bara leiðinda­veður og bæt­ir veður­fræðing­ur við „og ekki orð um það meir,“ í hug­leiðing­um sín­um á vef Veður­stof­unn­ar í morg­un. Veðrið er aft­ur á móti ágætt í dag og á morg­un.

„Þokka­leg­asta vetr­ar­veður í upp­hafi helgar­inn­ar: norðan­kaldi í dag með ofan­komu norðan- og aust­an­lands, en ann­ars bjartviðri og nokkuð frost um land allt. Læg­ir víða á morg­un og létt­ir til, en kóln­ar.
Á sunnu­dags­morgni nálg­ast all­kröpp lægð sunn­an úr hafi og geng­ur þá í aust­an­storm með slyddu eða snjó­komu syðst á land­inu þegar líður á dag­inn. Í spá­kort­un­um næstu viku sést bara leiðinda­vetr­ar­veður og ekki orð um það meir,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 8-15 m/s í dag og éljum. Bætir í vind þegar líður á daginn.

Færð á vegum

Á Vestfjörðum er víða hálka eða snjóþekja á vegum.

DEILA