Kuldakaflinn að kveðja

Það verður austan 8-15 m/s og bjartviðri á Vestfjörðum í dag, en dálítil él norðantil með kvöldinu. Lægir heldur á morgun, en suðaustan 10-15 og fer að snjóa annað kvöld. Frost 1 til 8 stig. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að um helgina líti út fyrir að mesti kuldakaflinn sé liðinn hjá í bili og við tekur lægðagangur með hvössum suðlægum áttum, vætu og hlýindum.

Færð á vegum

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar

DEILA