Hægir á fjölgun ferðamanna

Ferðamenn á Látrabjargi.

Greiningardeild Arion banka útilokar ekki að viðskiptahalli verði á fjórða ársfjórðungi 2017, í fyrsta sinn frá 2014. Erlendum ferðamönnum fjölgaði minna en spár gerðu ráð fyrir og eyddu jafnframt minna. Fjölgunin í desembermánuði nam samtals 8,4% milli ára, sem er minnsti vöxturinn í einum mánuði í sjö ár og talsvert undir væntingum, bæði greiningardeildar Arion og ISAVIA. Fjölgun á árinu öllu var umtalsvert minni en verið hefur eða 24% frá 2016 en þá hafði fjölgað um 40% frá 2015. Eðlileg fjölgun ferðamanna í nágrannalöndunum sé í kringum fimm prósent.

DEILA