Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður sjávarúvegsráðherra

Gunnar Atli Gunn­ars­son lög­fræð­ingur og fyrr­ver­andi frétta­maður hefur verið ráð­inn aðstoð­ar­maður sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Gunnar Atli er fæddur og uppalinn á Ísafirði. Hann lauk stúd­entsprófi frá Mennta­skól­anum á Ísa­firði og er með Mag. Jur. gráðu í lög­fræði frá Háskóla Íslands frá 2015 og öðl­að­ist mál­flutn­ings­rétt­indi fyrir hér­aðs­dómi 2017. Hann hefur meðal ann­ars starfað sem lög­fræð­ingur hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og sem frétta­maður á Stöð 2. Und­an­farið hefur hann starfað sem lög­maður hjá Lands­lögum lög­fræði­stofu en lætur nú af störfum þar til að gegna starfi aðstoð­ar­manns. Gunnar Atli er fæddur árið 1988. Sam­býl­is­kona hans er Brynja Gunn­ars­dótt­ir tann­lækn­ir og eiga þau tvö börn.

DEILA