Gangamenn settu met

Í viku 3 voru grafnir 79,0 m í Dýrafjaðrargöngum sem er nýtt met í greftri á einni viku. Heildarlengd ganganna í lok viku 3 var 981,7 m sem er 18,5% af heildarlengd ganganna. Jarðlög í stafni samanstóðu af lögum af karga, basalti og kargabasalti.

Allt efni úr göngunum er keyrt í vegfyllingu og er verið að lengja og hækka veginn. Nýi vegurinn er kominn um 1000 m frá gangamunnanum og er búinn að tengjast gamla veginum rúma 100 m norðan við Hófsá.

Dýrafjarðargöng verða 5,6 km löng og um framkvæmdir sjá Suðurverk og tékkneska verktakafyrirtækið Metrostav. Fyrsta sprenging í göngunum var 14. september og framkvæmdum því miðað vel.

Á myndinni er unnið við útmokstur við stafn ganganna.

DEILA