Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur lagt fram frum­varp til breyt­inga á lög­um um fæðing­ar- og for­eldra­or­lof þar sem gert er ráð fyr­ir að fæðing­ar­or­lof verði lengt úr níu mánuðum í tólf.

Lagt er til að sjálf­stæður rétt­ur hvers for­eldr­is verði fimm mánuðir og að sam­eig­in­leg­ur rétt­ur for­eldra verði tveir mánuðir. Sam­bæri­leg breyt­ing er lögð til varðandi fæðing­ar­styrk til for­eldr­is utan vinnu­markaðar.

Sam­kvæmt stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar VG, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins er gert ráð fyr­ir leng­ingu fæðing­ar­or­lofs­ins á kjör­tíma­bil­inu sem hluta af sam­tali stjórn­valda við aðila vinnu­markaðar­ins.

DEILA