Framsókn stillir upp

Á félagsfundi Framsóknarfélags Ísafjarðarbæjar  þann 25 janúar var ákveðið að notast við uppstillingu  uppstillingarleið við val á framboðslista félagsins til bæjarstjórna kosninga í vor. Á fundinum var skipuð uppstillingarnefnd sem mun bera upp tillögu um lista fyrir lok febrúar til samþykktar.

Framsókn hefur boðið fram í öllum bæjarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ frá sameiningu sveitarfélaganna 1996, en framboðssaga flokksins nær mun lengra aftur í sveitarfélögunum sem mynduðu Ísafjarðarbæ.

Undirbúningur Framsóknarmanna fyrir kosningarnar er formlega kominn á fullt og í tilkynningu segir að hugur hafi verið í fundargestum fyrir kosningabaráttuna framundan. Í síðustu kosningum fékk Framsókn einn bæjarfulltrúa kjörinn.

DEILA