Flutningabíll hafnaði utanvegar

Mynd: Björgunarfélag Ísafjarðar.

Bílstjóri flutningabíls lenti í vandræðum nálægt Ísafjarðarflugvelli síðdegis í gær. Hann missti stjórn á bílnum sem endaði utanvegar. Bíllinn var fulllestaður fiski og þurfti að tæma bílinn. Stórvirkar vinnuvélar voru fengnar á staðinn og bíll var kominn upp á veg á ný um miðnætti.

Umferðartafir voru á Djúpvegi á meðan á aðgerðum stóð en vegurinn var ekki tepptur.

DEILA