Biðin eftir Baldri lengist

Áætlað er að Breiðafjarðarferjan Baldur hefji siglingar um 20. janúar. Siglingar hafa legið niðri frá því 18. nóvember þegar bilun kom upp í aðalvél skipsins. Vélin var tekin úr ferjunni send á verkstæði í Garðabæ. Gunnlaugur Grettisson framkvæmdastjóri Sæferða, segir í samtali við RÚV að hluti vélarinnar hafi verið endurnýjaður og að samsetningu vélarinnar sé ekki lokið.

Stefnt er að því að senda vélina vestur í Stykkishólm á mánudag og þá tekur við um það bil 10 daga stillitími.

DEILA